18 júní 2007

Scary happy stuff

Er orðin læknir :)
Fékk óvænt fallegasta hring í heimi og er trúlofuð :)
Hélt veislu sem heppnaðist fullkomlega :)
Er ótrúlega happy :)
Hvað er meira hægt að segja?

06 júní 2007

Pappírspési

Í dag er fyrsti pappírsdagurinn minn :)
Vildi ég hefði fengið svona daga af og til á slysó...
...hefði í raun meikað meira sens en þessi dagur í dag þar eð ég hef engan pappír að vinna úr eftir bara 2 daga vinnu.
Annars finnst mér gaman á pappírsdegi (án pappírs). Sit á skrifstofunni minni og sveifla löppunum. Búin að drekka 5 kaffibolla...surfa netið og lesa sjúkraskrár í rólegheitum...
Ætti ég ekki að vera með mynd af Kalla á skrifborðinu mínu eins og almennilegur læknir?

04 júní 2007

Ný mó?

Búin læknisfræði.
Búin New York = búinn allur peningur.
Ný vinna.
Scary grown up stuff.

Gat hugsast að kæmi panikk yfir fullkomnu lífi þegar allar raunverulegar áhyggjur rynnu hjá? Minnir á einhverja Margréti.
Þessi tilfinning áhyggjuleysis er undarlega ókunn.
Það er sumar, ég er í góðri vinnu með fínum frítíma, ég er ótrúlega ástfangin. New York var perfect (væri vel til í að búa þar) og bráðum held ég risaveislu.

Fullkomið fullkomið líf og bloggandleysi samfara.

09 maí 2007

I´m just a girl...

2 dagar eftir af læknisfræðinni.
Var búin að vera með hræðilega hræðilegan hnút í maganum og ekki náð andanum í nokkra daga. Viss um að prófstressið væri svona algjörlega að fara með mig, þó mér væri nú ekki að ganga alveg það illa.
Á mánudag píndi mamma mig út til að skoða útskriftarföt. Keyptum kjól og ég læknaðist!
Var eftir allt með svona gífurlegt kjólastress en ekki svo mikið prófstress. Núna rennur lestur og matur ljúflega niður og ég get ekki beðið eftir að klára...
....og útskrifast í kjólnum.
Fór aftur í kringlu áðan og keypti topp sem ég fæ í verðlaun ef ég verð dugleg...Kalli búinn að lofa að skila honum annars.
Ég er líklegast óttalegur stelpukjáni eftir allt...

04 maí 2007

Chunga kichwa

Vika í lokin.
Eins gott því stemingin hér á heimilinu er að orðin frekar súr...
Hvað er það sem kemur eiginlega fyrir hausinn í svona próflestri? Mér finnst eins og maður breytist hálfpartinn í eitthvað dýr, tengist undirmeðvitundinni sterkar og missi hálfpartinn meðvitund. Myndum af heimilislífinu verður líkast til snarlega eytt eftir próf.

Leið í gær verulega illa af músíkskorti. Tók alveg heillangan tíma að uppgötva hvaðan vanlíðanin kom - en fljótlegt að fixa þegar fattaðist og lestur fór að ganga mun betur.
Var í vinnunni á þriðjduaginn, algjörlega úti á þekju. Mundi ekkert basic stuff, nöfn á fólki og lyfjum sem notuð eru daglega þarna...en Ransons kriterian - hún kom alveg eins og skot....

Búin að skemma magann eins og vanalega, óvenju snemma samt þennan próflesturinn. Er því komin á RAT fæði (BRAT mínus B því borða ekki banana...) Komin með hala í stíl og stóra krukku af eplamús inni í ísskáp.

Það eru forréttindi að fá að vera í próflestri...það eru forr....það eru forr.....

30 apríl 2007

Bráðum kemur....

Prófatími gerir mann algjörlega úldinn í hausnum. Venjulega verð ég gjörsamlega utanvið mig og eftir því sem prófið nálgast og læknisfræðin sigtast inn fer allt annað beint út.

Bréf frá Hreini Páls um svindl í prófum vakti upp slíka minningu.

Man ekki hvaða ár það var, kannski í fyrra eða hittifyrra (er ég virkilega að klára 12.misserið??!)
Vorum í prófi í Eirbergi að sjálfsögðu sem er með leiðinlegri prófstöðum. Man ekkert hvaða próf ég var að taka en eins og venjulega tók ég með mér glósurnar mínar (sem voru óvenju góðar þetta prófið) til að lesa fyrir framan stofuna fyrir próf. Sem ég að sjálfsögðu geri aldrei.
Svo var kallað inn og allir fóru í sæti. Ég sat við gluggann og setti dótið mitt í gluggakstuna.

Eftir prófið rölti ég upp að púlti til að skila og aldrei þessu vant tók ég bara allt draslið með mér.
Rétti fram prófið.
"Hvað ertu með þarna í vinstri hendinni?"
"já...hmm...bara glósurnar mínar?"
"Þú veist að þetta er ekki gagnapróf og þar af leiðandi bannað að vera með glósur inni í prófi..."
"oóóóóóó......"
"Ég ætti í raun að kæra svindlið til kennarana og ógilda prófið"
"oóóóóó....."

Úldin í hausnum.
That´s the kind of thing I´m talking about....
Ef ég ætlaði að svindla mundi ég að sjálfsögðu gera það á einhvern aðeins lúmskari hátt en með stóran bunka af glósum við hliðina á mér í prófinu til að fletta í....

24 apríl 2007

I can see that it´s a lie..

Undarlegir tímar.
17 dagar í próf og 7 milljón efni eftir.
Myndir af Geir með eplakinnar í öllum strætóskýlum. Hann ætti ekki að vera með eplakinnar.
Samkynhneigðin bankar upp á og gefur Kalla dauða rós (mér finnst það frekar ósmekklegt...).
Mannætustórt skilti af alþingiskonum í galaklæðnaði við búningsklefann í World Class - þó núna sé reyndar búið að bíta nokkrar í burtu.
Mogginn ókeypis.
Klikkaðir nágrannar, lögregla og brjálaðir ættingjar.
Keyri óvart upp í Hafnarfjörð af því veit ekki hvað á að kaupa í matinn.
Keyri óvart yfirum af því að veit ekki hvað ég er eiginlega að lesa.

Margt að ugga.
Margt í skugga.
Andardrátt á glugga....